alma.work Open in urlscan Pro
3.215.100.79  Public Scan

Submitted URL: http://alma.work/
Effective URL: https://alma.work/
Submission: On September 18 via api from NL — Scanned from NL

Form analysis 0 forms found in the DOM

Text Content

ALMA KAREN KNÚTSDÓTTIR
almaknuts@hotmail.com


01.    RECURSIVE
02.    BLEIK SKÝ OG LOFTSTEINAR 
03.    FARVEGIR OG FORM
04.    VILTU ÞIGGJA ÞESSA RÓS?
05.    VETRARHÁTÍÐ
06.    OVERPROTECTED
07.    ÝMISLEGT OG ALLSKONAR    






01.    RECURSIVE

Útskriftarverkefni mitt úr Listaháskólanum var Recursive: tilraun til þess að
vinna letur úr algóritmískum kerfum náttúrunnar. Við eigum það til að horfa til
náttúrunnar og finnast hún óútreiknanleg og tilviljanakennd. Tré vex í allar
áttir og greinarnar teygja sig að því er virðist bara eitthvert. Þegar betur er
að gáð, kemur í ljós að vöxturinn fylgir ströngum reglum sem endurtaka sig aftur
og aftur. Ný grein líkir eftir þeirri sem kom á undan. 

Hugmyndin um L-kerfi var sett fram árið 1968 af Aristid Lindenmayer sem leið til
að formfesta mynstur í vexti plantna. Í þessu verkefni nota ég skapandi forritun
til þess að skapa stað þar sem letur er framleitt (e. generated) eftir reglum
L-kerfis í rauntíma við notkun. Rétt eins og sama rósin sprettur aldrei aftur
vex hver bókstafur á nýjan hátt í hvert skipti sem hann birtist og endurtekur
sig aldrei að fullu.






















02.    BLEIK SKÝ OG LOFTSTEINAR

Bókverk um fyrstu vikur meðgöngu. Unnið í áfanganum Myndsköpun í LHÍ 2021.
Kennarar voru Linda Ólafsdóttir og Erla María Árnadóttir.


























03.   FARVEGIR OG FORM 2023 

Farvegir og form byggir á inntaki og rannsóknarefni BA ritgerða þriðja árs
nemenda í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Útgáfan er liður í að varpa
ljósi á rannsóknina, dýpka hana og skoða ólíka þræði ritgerðanna og möguleika í
sjónrænni framsetningu. Viðfangsefnin eru könnuð út frá ólíkum miðlum og þeim
fundinn viðeigandi farvegur.

Ég, Alexandra Anderson, Brynja Sigurðardóttir, Daníel Örn Heimisson, Erlingur
Thoroddsen, Guðný Sif Gunnarsdóttir, Hugi Þeyr Gunnarsson, Sigríður Ylfa
Arnarsdóttir og Þórhallur Runólfsson hönnuðum bókina og kápuna undir handleiðslu
Hrefnu Sigurðardóttur, Gretu Þorkelsdóttur og Birnu Geirfinnsdóttur. Hlutverk
mitt í hópnum snerist helst að týpógrafíu og hönnun innsíðna.  





















04.    VILTU ÞIGGJA ÞESSA RÓS?

Sjónræn túlkun á BA ritgerð minni Viltu þiggja þessa rós? – Sögulegt yfirlit
rósarinnar og merkingarheima hennar. Unnið í áfanganum Farvegir og form, kennari
var Hrefna Sigurðardóttir. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar er tvíhliða plakat
sem brotið er saman í bók og hins vegar myndband. 

Önnur hlið plakatsins er unnin upp úr fyrsta kafla ritgerðarinnar þar sem saga
rósarinnar frá fornöld til miðalda var skoðuð. Á hinni hliðinni skoða ég
fyrirbæri úr stærðfræði. Það er ferill sem hefur verið nefndur eftir rósinni þar
sem lína hans myndar form sem svipar iðulega til blóms, sama hver breyta
ferilsins er. Í myndbandinu sameinast báðar hliðar plakatsins þar sem alls kyns
„rósaform“ dansa við eiginlegar rósir og undir spilast hljóðbrot úr
heimildaþáttaröð Roger Phillips frá 1993, The Quest for the Rose. 
























 


































05.   VETRARHÁTÍÐ

Tillaga að útliti fyrir Vetrarhátíð í Reykjavík. Ásýndin var hönnuð í áfanganum
Verksmiðjan í LHÍ 2023, kennari var Arnar Freyr Guðmundsson. 
































06.   OVERPROTECTED

Overprotected: Apologize to Britney er zine sem fjallar um sjálfstæðisbaráttu
Britney Spears og ljóta framkomu fjölmiðla í hennar garð. 










































07.   ÝMISLEGT OG ALLSKONAR

Brot úr verkefnum, tilraunir og skissur.



























Sýningarhönnun
Skrúður: upphaf garðyrkju á Íslandi




Upplýsingahönnun
Sorpa Ánanaustum

Merkjahönnun
Tillaga að nýju merki fyrir Samsýn


Samansafn af hreyfigrafík og tilraunum í þrívídd.