felixfiskur.is
Open in
urlscan Pro
213.176.138.14
Public Scan
URL:
http://felixfiskur.is/hardfiskur.html
Submission: On January 19 via api from US — Scanned from US
Submission: On January 19 via api from US — Scanned from US
Form analysis
0 forms found in the DOMText Content
* Vörur * Hafðu samband * Harðfiskur * Heilsufæði * Um okkur Harðfiskur hefur verið á borðum Íslendinga um langan aldur og hefur þótt svo sjálfsagður að litlar heimildir eru til um verkun og vinnslu harðfisks en hann kemur víða fram í frásögnum af borðhaldi Íslendinga.Harðfiskur var lengi vel einn helsti matur Íslendinga og með honum mikið borðað af smjöri, oftast súru, og iðulega einnig sölvum. HARÐFISKUR SEM HEILSUFÆÐI. Mataræði hefur mikil áhrif á heilsuna. Þetta hefur leitt til áhuga á matvælum sem ekki aðeins gefa næringarefni heldur efla einnig heilsu. Það er almennt vitað að villtur fiskur hefur góð áhrif á heilsuna og harðfiskur hefur að öllum líkindum átt þátt í því að halda lífi í þjóðinni fyrr á öldum, þar sem þurrkunin varðveitti vel næringarefni fisksins. Bandarískur vísindahópur tekur fram að ekki sé nóg að einblína á hollustu omega-3 fitusýra, brýna þurfi fyrir fólki að borða fisk. Í fiski sé nefnilega að finna ýmislegt annað sem bætt geti heilsuna. Það er t.d. sífellt að koma betur í ljós að fiskprótein skipta verulega máli hvað hollustuáhrif varðar.Algengt er að gert sé ráð fyrir því að fullorðnir heilbrigðir einstaklingar þurfi 0,75g af próteinum á hvert kg líkamans. Ljóst er að harðfiskur í litlum skömmtum getur fullnægt þörfum líkamans fyrir prótein. Langar ómega-3 fitusýrur finnast nánast eingöngu í sjávarafurðum og í ótal yfirlitsgreinum og bókum hafa verið birtar greinar um mikilvægi lýsis og ómega-3 fitusýra á heilsuna, allt frá gigt til krabbameins og víðtækrar virkni á ónæmiskerfið. Þá hefur verið sýnt fram á að ómega-3 fitusýrur skipti máli til að viðhalda góðri andlegri og líkamlegri heilsu. Á þessu sést að harðfiskur er ekki bara góður, heldur er hann líka hollur. Heimild: Skýrsla Matís 09-07. (matis.is) Skýrsluna í heild sinni má nálgast með því að smella hér. © 2009 Felixfiskur.is