webmail.64-227-44-19.cprapid.com Open in urlscan Pro
64.227.44.19  Public Scan

Submitted URL: http://webmail.64-227-44-19.cprapid.com/index.php/um-utlendingastofnun/utlendingastofnun
Effective URL: https://webmail.64-227-44-19.cprapid.com/index.php/um-utlendingastofnun/utlendingastofnun
Submission: On October 29 via api from US — Scanned from GB

Form analysis 1 forms found in the DOM

POST /index.php/um-utlendingastofnun/utlendingastofnun

<form class="form-search" action="/index.php/um-utlendingastofnun/utlendingastofnun" method="post">
  <div class="search">
    <label for="mod-search-searchword">Search...</label><i class="fa fa-search"></i><input name="searchword" id="mod-search-searchword" maxlength="200" class="form-control " type="text" size="20"> <input type="hidden" name="task" value="search">
    <input type="hidden" name="option" value="com_search">
    <input type="hidden" name="Itemid" value="1057">
  </div>
</form>

Text Content

SIDEBAR

×

 * 
 * 

Search...
 * Heim
 * Um Útlendingastofnun
   * Útlendingastofnun
   * Skipurit
   * Fréttir
   * Greinar
   * Tölfræði
     * Tölfræði leyfasviðs
     * Tölfræði verndarsviðs
   * Ársskýrslur
   * Gjaldskrá
   * Eyðublöð
   * Afgreiðslutími
   * Samstarfssamningar
   * Lög og reglugerðir
   * Algengar spurningar
   * Hafa samband
   * Launastefna
   * Jafnlaunastefna
 * Eyðublöð
 * Afgreiðslutími
 * Algengar spurningar
 * Hafa samband
 * Lög og reglugerðir
 * Tölfræði
   * Tölfræði leyfasviðs
   * Tölfræði verndarsviðs

 * Heim
 * Um Útlendingastofnun
    * Útlendingastofnun
    * Skipurit
    * Fréttir
    * Greinar
    * Tölfræði
       * Tölfræði leyfasviðs
       * Tölfræði verndarsviðs
   
    * Ársskýrslur
    * Gjaldskrá
    * Eyðublöð
    * Afgreiðslutími
    * Samstarfssamningar
    * Lög og reglugerðir
    * Algengar spurningar
    * Hafa samband
    * Launastefna
    * Jafnlaunastefna

 * Eyðublöð
 * Afgreiðslutími
 * Algengar spurningar
 * Hafa samband
 * Lög og reglugerðir
 * Tölfræði
    * Tölfræði leyfasviðs
    * Tölfræði verndarsviðs

 1. 
 2. Heim
 3. Um Útlendingastofnun
 4. Útlendingastofnun


ÚTLENDINGASTOFNUN

Útlendingastofnun er ein af undirstofnunum dómsmálaráðuneytisins og starfar
samkvæmt lögum um útlendinga nr. 80/2016, lögum um íslenskan
ríkisborgararétt, reglugerð um útlendinga nr. 540/2017 og reglugerð um
vegabréfsáritanir nr. 1160/2010. Útlendingalöggjöfin gildir um heimild
útlendinga til að koma til landsins og dvelja hér á landi en útlendingur telst
hver sá sem ekki er íslenskur ríkisborgari samkvæmt lögum um íslenskan
ríkisborgararétt.

Umfangsmesti þátturinn í starfsemi Útlendingastofnunar er útgáfa dvalarleyfa.
Útlendingastofnun afgreiðir allar umsóknir um dvalarleyfi, hvort sem um er að
ræða dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku eða t.d. fjölskyldusameiningar,
námsvistar eða vistráðningar, vegabréfsáritanir og umsóknir um alþjóðlega vernd.
Þar fyrir utan sinnir Útlendingastofnun margvíslegum verkefnum á sviði
útlendingamála og á þar af leiðandi mikið og gott samstarf við stofnanir á hinum
ýmsu sviðum. Helstu samstarfsaðilar Útlendingastofnunar eru:


DÓMSMÁLARÁÐUNEYTI

Ráðherra dómsmála fer með yfirstjórn útlendingamála. Ráðuneytið setur þær reglur
er Útlendingastofnun starfar eftir og gilda um heimild útlendinga til að koma
til landsins og dveljast hér á landi.


FJÖLMENNINGARSETUR

Fjölmenningarsetur hefur það hlutverk að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum
uppruna og efla þjónustu við innflytjendur sem búsettir eru á Íslandi. Þar er
starfræktur upplýsingasími á pólsku, serbnesku/króatísku, taílensku, spænsku,
litháísku og rússnesku. Svarað er í upplýsingasímann á viðkomandi tungumáli og
samskipti eru bundin trúnaði. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir í tölvupósti.

Fjölmenningarsetur er staðsett á Ísafirði en þjónustar allt landið. Á
heimasíðunni má finna mikið af hagnýtum upplýsingum ásamt orðskýringum á átta
tungumálum; www.mcc.is.


RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI

Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra samræmir störf lögreglunnar í landinu við
eftirlit með útlendingum og landamæragæslu. Alþjóðadeildin kemur með ýmsum hætti
að málefnum hælisleitenda og útlendinga sem koma ólöglega til landsins. Hún
rannsakar feril þeirra og reynir að bera kennsl á útlendinga með margs konar
samskiptum við erlend yfirvöld og stofnanir. Stoðdeild ríkislögreglustjóra sér
um undirbúning og framkvæmd brottvísunar útlendinga af landinu.


LÖGREGLAN

Lögreglan kemur að útlendingamálum á ýmsan hátt, bæði að hælismálum og
útlendingamálum almennt. Eitt mikilvægasta hlutverk lögreglunnar í
útlendingamálum er að hafa eftirlit með því hvort útlendingar séu í lögmætri
dvöl hér á landi. Hún hefur eftirlit með því að útlendingar séu með dvalarleyfi,
og einnig atvinnuleyfi þegar það á við. Einnig sér lögreglan um landamæragæslu,
skýrslutökur af hælisleitendum og frávísanir útlendinga.


VINNUMÁLASTOFNUN

Vinnumálastofnun hefur með höndum veitingu atvinnuleyfa fyrir útlendinga.
Starfandi er samráðsnefnd Vinnumálastofnunar og Útlendingastofnunar og er slík
samvinna afar mikilvæg, þar sem Útlendingastofnun gefur út dvalarleyfi samkvæmt
lögum um útlendinga og Vinnumálastofnun atvinnuleyfi samkvæmt lögum um
atvinnuréttindi útlendinga.  Útlendingur getur ekki fengið útgefið atvinnuleyfi
nema fyrir liggi dvalarleyfi frá Útlendingastofnun. Það leiðir af hlutarins eðli
að þessi starfsemi er nátengd og því verður að telja mikilvægt að stofnanirnar
eigi skipulagt og gott samstarf.


UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ

Tvö íslensk sendiráð veita vegabréfsáritanir, þ.e. sendiráðið í Peking (Beijing)
og sendiráðið í Moskvu. Utanríkisráðuneytið semur um fyrirsvar fyrir Íslands
hönd vegna afgreiðslu vegabréfsáritana. Góð samvinna er við borgaraþjónustu
utanríkisráðuneytisins vegna áritanamála.


RAUÐI KROSSINN

Rauði krossinn kemur að málefnum útlendinga með ýmsum hætti og sinnir m.a.
málsvarahlutverki og réttindagæslu fyrir hælisleitendur.  Einnig veitir Rauði
krossinn þeim útlendingum er á þurfa að halda, aðstoð við að nálgast upplýsingar
um rétt sinn og skyldur í íslensku þjóðfélagi, þar með talið í samskiptum við
Útlendingastofnun.

 * Útlendingastofnun
 * Skipurit
 * Fréttir
 * Greinar
 * Tölfræði
   * Tölfræði leyfasviðs
   * Tölfræði verndarsviðs
 * Ársskýrslur
 * Gjaldskrá
 * Eyðublöð
 * Afgreiðslutími
 * Samstarfssamningar
 * Lög og reglugerðir
 * Algengar spurningar
 * Hafa samband
 * Launastefna
 * Jafnlaunastefna


TENGLAR

 * Dómsmálaráðuneytið
 * Kærunefnd útlendingamála
 * Rauði krossinn
 * Fjölmenningarsetur
 * Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
 * Mannréttindaskrifstofa
 * Vinnumálastofnun
 * Þjóðskrá
 * Persónuvernd


UPPLÝSINGAR

 * Útlendingastofnun
 * Dvalarleyfi
 * Áritanir
 * Ríkisborgararéttur
 * Alþjóðleg vernd


OPNUNARTÍMI

Mánudaga til fimmtudaga 9 - 14
Föstudaga 9 - 12

Sími: 444 0900

Netfang: utl@utl.is


STAÐSETNING



Útlendingastofnun | Dalvegi 18 | 201 Kópavogi | Sími: 444 0900 | Netfang:
utl@utl.is