formulan.is Open in urlscan Pro
185.67.84.105  Public Scan

URL: https://formulan.is/
Submission: On July 25 via api from US — Scanned from IS

Form analysis 0 forms found in the DOM

Text Content

 

Formúla inniheldur allt sem þarf í einum drykk og nýtist best ef drukkin á meðan
æfingu stendur. Formúla er einföld og handhæg lausn sem um leið gefur enn betri
árangur. Öll innihaldsefnin eru merkt á umbúðir, hafa vísindalegan tilgang og
eru í nægilegu magni til að þjóna honum.

 







 

Formúla nýtist við allar tegundir íþrótta og áreynslu enda alhliða næring og
orkugjafi. Afreksmenn hafa lýst ánægju með áhrif hennar í kraftlyftingum,
þríþraut, boltaíþróttum og hvaðeina. Hefðbundin fæða kemur þér í gegnum daginn
en Formúla gerir þér kleyft að klára æfinguna, leikinn keppnina. Formúla hindrar
niðurbrot og þar með neikvæð eftirköst átaks, hún eykur orku og úthald og
stuðlar að uppbyggingu vöðva.

 


 
 


 
Kolvötn – Orkuna færðu úr kolvötnunum auk þess sem þau valda kröftugu
insúlínviðbragði sem hamlar niðurbroti og ferjar kolvötnin og kreatínið inn í
frumurnar. Við notum margskonar tegundir af kolvötnum til að hámarka sem flesta
ferla, án þess þó að þú fáir í magann.Prótín – Byggingarefni vöðvaþráða færðu úr
prótínum. Við mikið álag getur líkaminn tekið upp á að brjóta niður vöðvaþræði
til að sækja sér neyðarorku. Þá er gott að hafa nóg af hlutniðurbrotnum prótínum
til taks sem og eftir æfingu til uppbyggingar. Prótínið sem við notum mætti
segja að væri formelt, en þannig nýtist það strax og er ekki þungt í
maga.Amínósýrur – Tilteknar amínósýrur í nægum skömmtum geta ýtt undir viss
lífeðlisfræðileg viðbrögð sem koma að gagni þegar tekið er á því. Í Formúlu eru
lefsín, sítrúllín og B-alanín í nægu magni til að stuðla að aukinni hækkun
insúlíns, auknu blóðflæði og betri efnaskiptum í vöðvafrumum. Þú gætir fundið
smá hressandi kinnroða og fiðring fram í fingur, leyfðu honum að hvetja þig til
dáða.Kreatín – Kjötefnið eins og Kreatín í raun þýðir á grísku viðheldur
orkubúskap vöðva. Í daglegu amstri er engin þörf á yfirmagni af Kreatíni og
líkaminn sjálfum sér nægur um myndun þess en ef þú vilt endast undir álagi er
betra að hafa nóg af því. Þegar insúlínið ferjar það inn í frumurnar getur það
líka dregið með sér vatn og þannig haldið vöðvafrumum vel vökvuðum auk þess að
þenja vöðvana út í slíður sín sem hvetur vöxt.Sölt – Allar frumur þurfa sölt til
að starfa eðlilega, viðhalda vökvavægi og leiða spennu. Mikið tap getur orðið á
söltum við íþróttaiðkun, sérstaklega í hita, þegar þau skolast út með svita.
Kolvatna-, prótín- og kreatínhlaðnar vöðvarfrumur fyrir tilstuðlan Formúlu
viðhalda frekar góðu vökvavægi og fá hæfilega áfyllingu af söltum.Kaffín –
Hressir og bætir. Kaffín er vægt örvandi efni, en ekki nóg með það heldur hefur
það líka áhrif á orkubúskap og gerir þér kleyft að ganga lengra en ella. Já, það
er í góðu lagi að ganga lengra, þegar þú ert með alla næringuna úr Formúlu
flæðandi um líkamann. (200mg/skammt)